að irritéra mig sem áskrifanda Morgunblaðsins með því að vera að birta vitleysisskrif eftir Björn Leví pírataþingmann á miðopnu þar sem hann ræðst gegn þeirri sjálfsögðu hefð að stjórnarflokkar ráði vali sínu á ráðherrum. Og lýsir í greininni tímaeyðslu sinni í ræðustól á Alþingi þar sem hann aðeins tefur þingstörf með tilgangslausu bulli sínu?
Til hvers er verið að birta svona skrif eftir áhrifalausa minnihlutaþingmenn sem ekkert vitrænt hafa til málanna að leggja en stunda bara tíma-og verðmætasóun í ræðustól Alþingis?
Getur ekki virðingarnefnd forsætisráðherra haft hagræðingaráhrif gegn svona tímaeyðslu í einskisnýta þvælu á Alþingi?