Quantcast
Channel: Halldór Jónsson
Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922

Umferðarvandinn

$
0
0

blasir nokkuð ljóslega við á  höfuðborgarsvæðinu.

Það er í tísku að þrefa um hann á pólitíska sviðinu og sýnist sitt hverjum. Boðberar einkaframtaksins og atvinnufrelsisins eru ekki hljóðlátastir og setja út á miðstýringaráráttu kommatittanna að vilja auðvitað eftir sinni heimsku breyta ferðamáta fólks að því forspurðu. Og vera eins kostnaðarblinda eins og þeir jafnan eru. Þeim er gersamlega fyrirmunað að skipuleggja neitt af viti eða hagræða nokkrum hlut eða skilja hvað peningar eru né hvaðan þeir koma.

Samt er það furðulegt að einkaframtaksfólkinu skuli líka vera fyrirmunað að treysta því  að markaðurinn muni leysa málin hið minnsta. Þeir tala eins og það sé lögmál að öll starfsemi eigi að hefjast kl 8:00  og hætta kl 17:00. Skyldi engum detta á hug að tilhliðrun á tíma geti stytt ferðatíma. Til dæmis að hefja kennslu lúxusstúdentanna á stóru bílunum  í Háskólanum kl 7:00 eða 6:00, Menntaskólunum á öðrum tímum, láta spítaladeildirnar byrja aðeins forskotið. og svo framvegis?

Það liggur fyrir að gatnakerfið getur annað miklu meira á tveimur klukkutímum en það getur á hálftíma. Það er meira langtíma áætlun hvort við ætlum að fjölga akreinum eða strætóferðum, hjólhestum eða hvar við ætlum að búa? Af hverju getur markaðurinn ekki sniðið sig að aðstæðum? Erum við ekki of upptekin af úrvinnslu vandamála í stað þess að stýra framvindunni?

Ef fólk vill nota einkabíla þá hlýtur það að miða fótaferð sína við það eða gera annað.

Stýrir umferðarvandinn sér ekki sjálfur ef menn vilja það virkilega?

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 2922