virðist mér ekkert vera greiðfærari en hún var. Er eitthvað sem ég er ekki að skilja þarna?
Miklu fremur virðist stefnt að því að gera brautina seinfarnari með því að lækka ferðahraðann um 10 km/klt.
Kem ég auga á að akreinum hafi fjölgað með öllum þessum framkvæmdum í sumar? Hvað var eiginlega verið að gera þarna og hver er afkastaaukningin?
Er ekki hægt að fá þetta útskýrt hverju þetta skilar umferðarlega á Miklubraut og hvað þetta allt kostaði?